Brezkt alræði magnast

Punktar

BRETLAND fetar hægt en öruggt í fótspor Bandaríkjanna frá lýðræði til alræðis. Nýtt skref valdshyggjumanna brezka íhaldsins er að segja Bretland undan evrópska mannréttindadómstólnum í Strassborg. Einmitt frá því ferli, sem gerir Vestur-Evrópu kleift að ljóma eins og gull af eiri í samanburði við svartnætti annarra heimsálfa. Hafna dómstóli, sem verndar almenning fyrir valdagráðugu ríkisvaldi. Sun og aðrir fjölmiðlar Rupert Murdock heimta, að Bretar rífi sáttmálann góða í tætlur. Það er til marks um hnignun mannréttinda, að ríkisstjórn Cameron lætur kúgast. Að lokum mun Bretland ekki lengur teljast til siðaðrar Vestur-Evrópu.