Breyttu persónu þinni

Megrun

Lykillinn að megrun er breytt persóna. En þú breytir ekki persónu þinni hér og nú. Það gerist hins vegar á löngum tíma, ef þú ferð í það ferli, sem hér er lýst. Smám saman byggir þú upp forsendur fyrir breyttum viðhorfum þínum til matar og mataræðis. Slíkt gerist bara á löngum tíma. Þegar ég fór inn á þessa braut, var ég marga mánuði að finna nýtt jafnvægi í breyttri persónu. Ég var þá kominn með hugarró og æðruleysi, sem gerði mér kleift að gleðjast yfir hverjum örsmáum sigri. Með hægfara bata á líkama, sál og huga áttu að geta fetað þennan sama veg á þínum eigin hraða. Ekki gleypa sólina strax.