Breyta varla innihaldi

Punktar

Sumpart er ég ósammála uppkastinu að stjórnarskrá. Samt skil ég textann og tel hann ekki geta farið milli mála. Þar höfum við plagg, sem hefur farið lögformlegan feril. Við vitum, hvað þjóðfundurinn vildi og við vitum, hvað stjórnlagaráð vildi einróma. Við höfum afgreitt málið í þjóðaratkvæði. Með stuðningi við uppkastið almennt og sérstaklega við nokkur tiltekin atriði þess. Nú er bara eftir að slípa dæmið, ekki að breyta því efnislega. Hef á tilfinningunni, að ýmsir fræðingar hefðu viljað koma að efni uppkastsins. Því finni þeir margt til foráttu. En þeir krukka tæpast í vilja fólksins.