Brexit og Trump mistök

Punktar

Bandaríska Nieman stofnunin hefur gefið út skýrslu um vaxandi erfiðleika Breta í kjölfar úrsagnar úr Evrópusambandinu. Alls konar della var á oddinum hjá óvinum aðildar, einkum stjórnmálamönnum, sem réðu ferðinni. Til dæmis trúði fólk, að brottfall á greiðslum til sambandsins gæti staðið undir heilbrigðiskerfi Breta. Í skýrslunni er sagt, að stofnanir, sem vaka yfir „fake news“ (hjáreynd) og vara við þeim, geti hindrað mistök á borð við sigur Brexit í Bretlandi og Trump í Bandaríkjunum. Nieman vill efla slíkar staðreyndavaktir og þrýsta á fjölmiðla til að segja frá rannsóknum þeirra í stað þess að leyfa firrtum pólitíkusum að láta gamminn geisa átölulaust.

NIEMAN