Brexit er fokk

Punktar

Undarlegt er, að fyrirmenn á borð við forseta og forsetaefni lýsa ánægju með þá sundrungu Evrópu, sem leiðir af Brexit. Við blasir klofningur Bretlands, þar sem Skotar og fleiri ætla að vera áfram í Evrópusambandinu. Við blasir hrun alþjóða bankamiðstöðvarinnar í London. Enskir bændur, sem kusu Brexit, eru þegar farnir að heimta framhald Evrópu-styrkja. Þótt evran haldi sjó, eru ský á lofti Evrópu. Öfgaflokkar eflast og heimta meiri sundrungu. Framhald ræðst af getu Þýzkalands til að fjármagna sambandið. Það mun auðvitað takast, en skrímsli öfgaflokkanna andar á háls kanzlarans. Brexit er fokk, hvað sem Guðni og Ólafur Ragnar segja.