Brezka samninganefndin er sökuð um að ganga erinda Bandaríkjanna á rúmlega hundrað ríkja fundi í Dublin. Þar er samið um bann við klasasprengjum. Eru skelfileg vopn, sem einkum slasa börn, skaða síður hernaðartæki. Sennilega hafna öll ríki fundarins þessum vopnum, einnig flestir brezkir ráðherrar og helztu herforingjar. Bandarísk stjórnvöld taka ekki þátt í fundinum og hafa beðið Bretland um að gæta sinna hagsmuna. Ekki er vitað, hvers vegna brezka utanríkisráðuneytið gerir það, Gordon Brown forsætis lofaði sjálfur banni í fyrra. Klasasprengjur eiga engan tilverurétt. Með eða án Bandaríkjanna.