Brennuvargur yppir öxlum

Punktar

Í gær höfðu Landspítalanum borizt 42 uppsagnir hjúkrunarfræðinga og 21 uppsögn geislafræðinga. Þar er hálf hjarta- og lungnaskurðdeildin. Öll gjörgæzludeildin í Fossvogi er á leiðinni út. Fleiri uppsagnir munu berast fyrir mánaðamótin. Þetta eru rústirnar, er Kristján Þór Júlíusson heilsuráðherra yppir öxlum yfir. Hann hristir sig svo á alþingi og vísar vandanum til stjórnenda Landsspítalans. Brennuvarginum sjálfum kemur auðvitað þessi bruni ekkert við. Er bara hryggur út af sjúklingunum, guð blessi þá. Kristján Þór er fulltrúi grimmdarstefnu á ofstækiskantinum. Hyggst rústa Landspítalanum til að rýma fyrir einkarekstri.