Brennuvargarnir eru hér

Punktar

Utanríkisráðherra brennuvarganna leitar í neikvæðni erlendra fjölmiðla skýringa á innlendum eldsvoðum vantrausts. Þess þarf ekki, brennuvargarnir eru þekktir. Ríkisstjórnin veldur vantrausti fólks á pólitíkinni. Orsökina er að finna í lygum forsætis- og fjármálaráðherranna. Sátu beggja vegna borðsins. Sigmundur samdi við kröfuhafa og var kröfuhafi á sama tíma. Bjarni móaðist gegn kaupum á skrám yfir skattsvikara og vildi heimila þeim sakaruppgjöf, ef þeir gæfu sig fram. Var sjálfur með reikning í skattaskjóli á aflandseyju. Enginn ástæða er til að gefa honum tíma og svigrúm til að smíða fjárlagafrumvarp fyrir auðbófa.