Brennheit sjóðaástin

Punktar

Samskipti lífeyrissjóða og Bakkavararbræðra sýna, hversu helsjúkir sjóðirnir eru orðnir. Bakkavararbræður tóku lífeyrissjóðina í nefið. Áttu Existu, sem olli sjóðunum 171 milljarða króna tjóni. Þetta eru tölur ofar venjulegum skilningi fólks. Samt eru stjórnendur lífeyrissjóðanna enn hrifnir af Ágústi og Lýði. Færa bræðrunum fyrirtækin til baka á silfurdiski, þótt þeir séu til rannsóknar hjá Sérstökum. Hver getur verið skýring á gjafmildi og meðvirkni ráðamanna sjóða gamlingjanna? Hafa þeir persónulegan hag af samskiptum upp á hundruð milljarða? Ætlar ógæfu íslenzkra lífeyrissjóða aldrei að linna?