Brenglað siðferði skilanefnda

Punktar

Skilanefndir gömlu bankanna eru skipaðar lögmönnum, endurskoðendum og öðru fólki með brenglað siðferði. Við og við þarf einhver skilanefndarmaður að segja af sér vegna vanhæfni, nú síðast Lárus Finnbogason í Landsbankanum. Engin skilanefndin hefur reynt að stjaka við bankastjórum og öðru valdaliði bankanna. Það gengur enn allt laust. Í alvöruríki sæti þetta fólk allt inni, bankastjórar, deildarstjórar, lögmenn, endurskoðendur. Þessir óðu um bankana í fyrra, rændu þá og rupluðu. Til að lána sjálfum sér, eigendum bankanna og vildarvinum án nokkurra veðtrygginga. Allir ganga skúrkarnir ennþá lausir.