Brekkuskarð

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá Eyri í Ingólfsfirði að Húsá í Ófeigsfirði.

Á Eyri eru minjar um síldarsöltun og síldarverksmiðju, sem lögð var niður 1952.

Förum frá Eyri í Ingólfsfirði inn með firðinum sunnanverðum, fyrir botn hans og um bratta Ingólfsfjarðarbrekku norður á Teigahrygg. Síðan norðvestur um Brekkuskarð og niður að Húsá við botn Ófeigsfjarðar.

7,6 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Seljanesmúli, Krossnesmúli, Miðstrandir, Ófeigsfjarðarheiði, Tagl.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort