Brekknafjöll

Frá Mosaskarði um Brekknafjöll og Farið að fjallaskálanum Hagavatni

Einum kílómetra sunnan vaðsins er göngubrú yfir Farið.

Byrjum í Mosaskarði sunnan Fagradalsfjalls, þar sem Eyfirðingavegur liggur frá Þingvöllum. Höldum kringum Fagradalsfjall og Brekknafjöll, fyrst vestan megin og norður fyrir þau og síðan austan megin. Andsæpnis Einifelli og vestan þess förum við yfir Farið á vaði og síðan norður fyrir Einifell að fjallaskálanum Hagavatni.

10,1 km
Árnessýsla

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH