Breiðaskarð

Frá Vatnsfirði um Breiðaskarð til Trostansfjarðar.

Einnig er hægt að fara aðeins austar, um Mjóaskarð og komast á akveg í Hvanntóbrekkum.

Ólafur Jónsson, föðurbróðir Jóns forseta, drukknaði í Pennu í ágúst árið 1800 á leið til vígslu í Reykjavík.

Byrjum við mót þjóðvega 60 og 62 í Vatnsfirði. Förum til norðurs með þjóðvegi 60 yfir efri brúna á Pennu upp undir Tröllháls. Förum þar norðvestur um Smjördal austan árgilsins og síðan til vesturs dalinn um Smjördalsengi að Breiðaskarði í 420 metra hæð milli Klakks að norðanverðu og Ármannsfells að sunnanverðu. Síðan förum við vestnorðvestur og niður í botn Trostansfjarðar.

11,7 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Þingmannaheiði, Lækjarheiði, Geirþjófsfjörður.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jóhann Svavarsson