Braskarar eiga borgina

Punktar

Skipulag Reykjavíkur hefur verið í ólestri síðan ég man eftir mér. Oft hef ég skrifað um það. Undir stjórn Dags B. Eggertssonar og Hjálmars Sveinssonar er helförin á leiðarenda. Verktakar, braskarar og arkitektar leika lausum hala og fá hámarksnýtingu á lóðum. Ekkert tillit er tekið til umhverfis, rétt eins og borgarstjórn hati fortíðina. Fólki ofbýður. Það sést af óblíðum viðtökum við fyrirhuguðum skrímslum á Hörpureit og við Tjarnarenda Lækjargötu. Hótað er enn einu risahóteli og það við sjálfan Austurvöll. Hvar eiga rúturnar að vera þar? Ruglið hefur aldrei verið markvissara en einmitt núna. Braskarar eiga borgina.