Brask-arkitektúrinn

Punktar

Tískan í brask-arkitektúr nútímans í Reykjavík felst í löngum láréttum línum veggja og glugga. Braskarar safna mörgum lóðum saman og byggja svona hús innan í lóðréttum hverfum. Ferlíkin valta yfir gömul lóðamörk og nýta lóðasafnið út í lóðamörk. Sérstaklega áberandi í hugmyndum um hótel við Lækjargötu sunnanverða og kontóra við Lækjargötu norðanverða. Tízkan er í eðli sínu ljót eins og öll önnur tízka og fellur illa að umhverfinu. Láréttar línur yfir stórar lóðir leysa af hólmi lóðréttar línur á litlum lóðum. Tízku-arkitektúr og Skipulagið í Reykjavík hafa engan sans fyrir fegurð og sparka í allt það góða, sem fyrir er.