Brandari varð martröð

Punktar

Íslenzka krónan er enginn gjaldmiðill. Hún var einu sinni brandari, en nú er hún harmleikur. Alla tíð hefur krónan hrunið í síbylju. Gæludýr ríkisstjórna hvers tíma hafa notið þess að vita með nokkurra stunda fyrirvara um lækkun gengis. Lengi lifði Samband íslenzkra samvinnufélaga á því sem innherji. Nú er krónan orðin martröð og hefur um sig svartan kastala á Batteríinu við Hörpuna. Þar er henni haldið í gjörgæzlu með mestu höftum síðustu áratuga. Á sama tíma heldur evran verðgildi sínu. Samt er mikill hluti þjóðarinnar og öflug hagsmunasamtök með þjóðrembda sannfæringu fyrir landvætti krónunnar.