Bragðlaus og óholl búvara

Punktar

Ég hlakka alltaf til að borða í útlöndum. Fá bragðgott lambakjöt í Marokkó, innanfeitt nautakjöt í Frakklandi, grænmeti um heim allan. Hef víða farið og aldrei fengið vondan eða eitraðan mat. Ég þekki ekki þá staði, sem Guðni Ágústsson og Bjarni Harðarson hugsa um, er þeir vara við erlendri búvöru. Erlend búvara er nefnilega síður en svo bragðverri eða óhollari en innlend búvara. Farið bara á hvaða grænmetis- og kjötmarkað sem er í heiminum. Þið fáið þar ekki bragðlaust lambakjöt, sykraðar mjólkurvörur, aldrað grænmeti. Íslenzkur matur er því miður almennt lakari en önnur búvara í heiminum.