Bráðræði hreppaflutninga

Punktar

Í bráðræði flutti Sigurður Ingi Jóhannsson fiskistofustjóra til Akureyrar. En starfsfólkið í Hafnarfirði neitaði að láta flytja sig hreppaflutningum. Allt innra starf stofnunarinnar lamaðist og verður áfram þannig næstu árin. Einnig skaddaðist samstarf við fagráðuneyti og samstarfsaðila á borð við Hafró. Engar leiðbeiningar komu frá stjórnvöldum um, hvernig framkvæma skyldi flutningana, samkvæmt rannsókn Ríkisendurskoðunar. Bráðræði ráðherrans reyndist byggðastefna, sem gekk ekki upp. Og tilraun til að nýta ofurleigu í framsóknarhúsnæði. SIJ er nú orðinn forsætis og fylgi framsóknar nálgast óðfluga 5% botn tilverunnar.