Botnfall hræddra hatara

Punktar

Á Vesturlöndum tapa margir tossar á breytingum og verða utangátta. Óttast og hata breytingar. Óttast stórborgina með frelsi og lauslæti, óttast nýbúa sem undirbjóði vinnu, óttast útlendinga, sem byggi moskur, óttast framandi trú, tungumál, menningu, þjóðerni, litarhátt. Þetta botnfall í samfélaginu er mest í strjálbýli á undanhaldi. Erlendis eru hræddir hatarar 10-20% kjósenda, hér minna en 10%. Þar eru sérstakir flokkar rasisma og nýfasisma fyrir slíka. Hér hafa þeir hímt á botni Flokksins, sem gerði þó ekkert fyrir þá. Því eiga þeir frekar heima í þjóðrembdri Framsókn. Hennar fag er að æsa upp hræddra hatara.