Börnin borga Moggann

Punktar

Ekki er hægt að láta eins og þriggja milljarða afskrift handa Morgunblaðinu komi skattgreiðendum lítið við. Ríkið yfirtók bankana og spýtti i þá tugum milljarða. Ef margar afgreiðslur verða eins og milljarðar Morgunblaðsins, þarf ríkið áfram að kasta góðum peningum eftir vondum. Reikningurinn vegna Moggans verður altjend sendur skattgreiðendum framtíðarinnar. Börnin okkar borga fyrir Moggann, hvort sem þau vilja eða ekki. Það er pólitísk spilling. Meðferð bankans á sukki Moggans boðar váleg tíðindi. Betra er að pólitískar stofnanir fái að fara í friði á hausinn án afskipta samfélagsins.