Meðalútgjöld íslenzkra fjölskyldna eru 340 þúsund krónur á mánuði fyrir utan skatta, ótrúlega há tala. Hins vegar má ætla, að meðaltekjur einstæðra mæðra séu 100-150 þúsund krónur. Þetta er lunginn úr því, sem kallað er fátækt á Íslandi. Það er ekki hægt að hlægja fátækt barna út úr umræðunni með skætingi út í lélega aðferðafræði við að finna fátæk börn. Þau eru til á Íslandi og skipta þúsundum, hvað sem grínistar segja. Vanda fátæktar barna má lina með auknum stuðningi við einstæðar mæður. Það eru tilfinningasljó stjórnvöld auðhyggju, sem standa gegn bættum sið.
