Borgum fyrir bófana

Punktar

Pólitískir bófar reyndu að blekkja okkur á hátíðlegum sunnudagsfundi. Lugu, að svonefndar aðgerðir í þágu heimilanna væru ekki á kostnað skattgreiðenda. Annað kom í ljós. Skattaafsláttur af úttekt úr séreignasjóðum er á kostnað ríkissjóðs. Einnig gagnast afslátturinn fyrst og fremst þeim, sem eru svo ríkir, að þeir hafa getað lagt fyrir. Þeir eru það, sem yfirbófarnir kalla heimilin í landinu. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn upplýsir, að ríkið þurfi að leggja 40 milljarða í Íbúðalánasjóð vegna þessa. Þá er eftir að ræða útsvar. Skattgreiðendur borga alls 115 milljarða fyrir það, sem sagt var vera frítt.