Borgarstjóri úr Viðreisn

Punktar

Staðan eftir borgarstjórnarkosningar er eins og eftir síðustu alþingiskosningar. Kjósendur hafa sagt sitt og ekki valið oddvita. Þá var oddviti smáflokks gerður að forsætisráðherra og nú er hugsanlegt, að oddviti smáflokks verði gerður að borgarstjóra. Fyrrverandi meirihluti Dags hefur 10 fulltrúa. Minnihluti Eyþórs er í 8 fulltrúum. Hvorugt nægir í meirihluta. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins hallast helzt að Sjálfstæðisflokknum og Sósíalistar vilja vera sér á parti. Þá er Dagsfólk orðið 10 og Eyþórsfólk orðið 10. Spurningin er þá einkum sú, hvorn hópinn Viðreisn velur sér. Því gæti nýr borgarstjóri komið úr flokki Viðreisnar.