Borgarlína er úrelt

Punktar

Þegar tugmilljarða borgarlína verður tilbúin, er hún þegar orðin úrelt. Senn fara að koma sjálfkeyrandi skutlur, sem verða alls staðar á lausu. Þú kallar að morgni í skutlu og hún ekur þér í vinnuna. Flestar skutlur verða litlar, fyrir einn mann, en hluti verður stærri. Þú notar líka skutlur til að senda börn í skóla eða í aukatíma eða íþróttir. Þú notar skutlur á skemmtistaði og af þeim. Skutlurnar ganga fyrir rafmagni og hlaða sig sjálfar. Þú getur verið í áskrift eða keypt einstakar ferðir og hvort tveggja verður á færi fátækra. Skutlurnar eru léttar og menga lítið. Vonandi frestast borgarlínan, unz menn sjá, að hún mun verða úrelt.

Frá dyrum til dyra
Hafandi lesið þessar ýmsu athugasemdir um borgarlínu og rafskutlur, hallast ég að skutlunum. Þær flytja þig frá dyrum að dyrum. Annars þyrftir þú að ganga frá dyrum í hverfinu til að komast á strætóstopp, bíða þar eftir borgarlínu og fara með henni að öðru strætóstoppi, til að bíða eftir strætó og loks að ganga að hinm langþráðu dyrum. Rafskutlur eru miklu virkari og öflugri ferðamáti.