Borgaralegur Galíleo

Punktar

Borgaralegur Galíleo
Fyrsta gervihnetti staðsetningarnets Evrópusambandsins, Giove-A, var skotið á loft á miðvikudaginn eftir jól. Gervihnettirnir verða alls þrjátíu eftir fimm ár. Þetta er Galíleo-kerfið, sem á að leysa GPS-staðsetningarkerfi bandaríska hersins af hólmi, enda tíu sinnum nákvæmara, með eins metra fráviki í stað tíu metra. Tök bandaríska hersins á GPS hafa lengi farið í taugar Evrópusambandsins, sem borgar sem svarar 200 milljörðum króna fyrir nýja kerfið. Galíleo er samhæft GPS, en er borgaralegt kerfi, sem ekki er hægt að loka fyrirvaralítið af hernaðarlegum hagsmunum.