Þýzka ríkið hefur samþykkt að greiða sjálft gleðipinnanum Karólínu af Mónakó eina milljón króna í skaðabætur fyrir birtingu mynda af henni á kaffihúsi og á hestbaki í þýzkum tímaritum. Þýzka ríkið mun ekki reyna að ná þessu fé af tímaritunum, enda er úrskurður Mannréttindadómstóls Evrópu andstæður dómvenju í Þýzkalandi, þar sem Karólína hafði tapað málinu á fjórum dómstigum. Rúmur áratugur eru síðan myndirnar voru birtar og eru nú birtar myndir af frægu fólki í tímaritum Evrópu í meira mæli en nokkru sinni fyrr. Flest bendir til, að dómurinn hafi engin eftirköst í Evrópu.