Bönnum tungumélin

Hestar

Jens Einarsson er bezti álitsgjafi hestabransans. Birti á blogginu ágæta GREIN um tungumél, sem dýralæknar og Landssamband hestamanna vilja banna. Þau stytta tamningamönnum leið með því að valda hrossinu þjáningu, ef þau hlýða ekki strax. Tamingamenn hafa tekið illa tillögum um bann við tungumélum. Jens vitnar í suma og rök þeirra eru hallærisleg. Haraldur Þórarinsson, formaður hestamanna, bendir á að samkvæmt lögum og reglum samtakanna skuli hesturinn ávallt njóta vafans, ef grunur leikur á að búnaður eða þjálfunaraðferðir valdi honum meiðslum og þjáningum. Jens tekur undir það og því er ég sammála.