Böndin berast að Blair

Punktar

Samkvæmt frétt James Morrison og Jo Dillon í Independent hafa lekið til BBC nýjar og alvarlegri upplýsingar um falsanir brezku ríkisstjórnarinnar við undirbúning stríðsins gegn Írak. Samkvæmt þessum nýja leka var það ekki bara Alastair Campbell, yfirlygari forsætisráðuneytisins, sem sex eða átta sinnum heimtaði ýkjur frá leyniþjónustunni, heldur einnig Tony Blair forsætisráðherra sjálfur. Ennfremur eigi hann þátt í tilraunum forsætisráðuneytisins til að sverta minningu dr. David Kelly, sem lak fréttum af fölsunum þessum til BBC og framdi síðan sjálfsmorð. Vonandi fara Bretar að átta sig á, að Tony Blair er einhver ósvífnasti lygari og hræsnari, sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra þar í landi frá upphafi.