Bókstafurinn illi

Punktar

Því meira sem trúarbrögð byggjast á Bókstafnum, því hættulegri eru þau. Gamla testamentið og kóraninn eru afleit rit, sem flytja okkur ofbeldi og grimmd. Að baki veraldlegs nútíma á vesturlöndum voru myrkar aldir, þar sem túlkanir á biblíutexta voru alls ráðandi. Þeir tímar eru löngu liðnir, nema í fámennum sértrúarsöfnuðum. Nú á tímum eru það mest múslimar, sem hengja sig í túlkunum á Bókstafnum. Sharia lögmál kóransins er ljót karlremba og hefndafíkn. Við skulum ekki strika yfir tengsli milli túlkana á þessum gamla texta og terror í nútíð og framtíð. Öll bókstafstrú er ill og öfga-íslam er nú skæðasta bókstafstrúin.