Bókhaldið verði opnað

Punktar

Sammála Andreu og Herdísi um, að frambjóðendum til forseta ber að opna bókhaldið. Felur í sér, að skýra þarf frá gefendum hárra upphæða. Felur líka í sér, að þetta þarf að gerast jafnóðum fyrir kosningar, en ekki eftir dúk og disk. Upplýsingar Þóru eru því alls ófullnægjandi eins og þær eru núna. Auðvitað gefur siðleysinginn Ólafur Ragnar Grímsson ekkert upp og mun ekki gera það. Siðleysingjarnir, sem styðja hann, kæra sig nefnilega ekki um neitt slíkt kellingavæl. Þagnar-fyrirlitning Ólafs Ragnars á þessu eðlilega máli lýsir vel bæði honum og kjósendum hans. Þetta er gamla, spillta Ísland.