Bókhaldið hrynur ekki

Megrun

Mikilvægt er að láta matardagbókina ekki hrynja á jólunum. Þú verður að færa allt til bókar, hverja tertusneið og hverja smáköku, hvern konfektmola og hvert kókglas. Annars hefurðu takmarkaða sýn yfir vondu stöðuna á vígvelli ofátsins. Af bókhaldinu sérðu í síðdegiskaffinu, að þú ert búinn með kvótann og verður að sleppa kvöldveizlunni. Bókhaldið gerir þér kleift að standa andspænis vali um hegðun. Án bókhaldsins ertu á skipulagslausu undanhaldi frá því lífi, sem þú vilt lifa. Þú verður að vita um stöðuna til að geta tekið á vandamálum, sem fylgja vondri stöðu. Færðu því bókhaldið alveg rétt.