Bókarbrenna forsjárhyggju

Punktar

Ef fólk byrjar að brenna bækur hér á Íslandi, fer það um síðir að brenna fólk. Forsjárhyggja félagslegs rétttrúnaðar leysir málfrelsi af hólmi. Þegar fólk fer að ákveða, hvaða bækur eigi að banna eða hvaða bækur eigi að fá skertan aðgang að fólki. Nú er talað um Tíu litla negrastráka. Hvað um annan texta, sem stríðir gegn félagslegum rétttrúnaði? Umræðan um málið veldur mér sömu klígju og þegar ég les annan fasistískan áróður. Þeir, sem næst komast fasisma í nútímanum, eru forsjármenn að norrænum hætti. Það er fólk, sem sí og æ hefur vit fyrir öðrum með undarlegum boðum og bönnum.