Bófaflokkurinn ræður öllu

Punktar

Bófaflokkurinn ræður framvindu kjarasamninga við ljósmæður, þótt Svandís Svavars sé ráðherra málaflokksins. Bjarni Ben hefur sína menn alls staðar í kerfinu, þar með talin Reykjavík og samninganefnd sveitarfélaga, þótt Dagur sé borgarstjóri formlega séð. Frægasta dæmið um völd embættismanna íhaldsins er Steingrímur Ari í Sjúkratryggingum, sem einkavæðir sjúkraþjónustu með að skera niður Landspítalann. Það er eins og með vegina, ákveðið er fjármagn til þeirra, en fjármálaráðuneytið framkvæmir ekki fjármögnunina. Svo einfalt er það. Ríkisstofnanir eru sveltar til að rýma fyrir síðari einkavinafjármögnun. Rústun innviða er orðið náttúrulögmál.