Giles Fraser skrifar í Guardian, að Mel Gibson sé við sama heygarðshornið í Apocalypto og hann var í Passion of the Christ. Boðskapur nýju myndarinnar sé sama gyðingahatrið og dálætið á blóðþyrstum útgáfum kristninnar, sem einkenndu fyrri kvikmyndina. Boðskapurinn víki frá friðar- og ástarstefnu guðspjallanna, fylgi þess í stað svörtum boðskap miðalda og Kalvínisma, að fyrir syndir þurfi menn að borga með þjáningu. Fraser útskýrir, hvers vegna kristnir ofsatrúarmenn styðja dauðarefsingu og láta kristnina þannig rotna að innan. Ofsatrúarmenn og Mel Gibson eru andstæða Krists, segir Fraser.
