Boðið upp í dans

Punktar

Níu hundruð þýzkar löggur réðust fyrir viku í 40 íbúðir andstæðinga hnattvæðingar. Aðgerðirnar náðust á myndband og sýnast harðvítugar. Þetta er upphaf að fundi áttveldanna í Heiligendamm í Þýzkalandi 6.-8. júní. Markmiðið var að trufla undirbúning andstæðinganna. Áttveldin eru fyrirbæri, sem stendur í fylkingarbrjósti hnattvæðingar. Fundir þess hafa sogað óeirðir til sín. Innrás löggunnar hafði auðvitað þveröfug áhrif. Nú búast andstæðingar hnattvæðingar til átaka. Áttveldin þurfa helzt að halda fundi á klettaeyjum fjarri mannabyggðum. Sjá grein í Spiegel.