Bloggið blífur

Fjölmiðlun

Ég lét gabba mig yfir á Tsú og er þar enn í eyðimörkinni. Tsú keppir ekki við fésbókina, heldur við tístið og tekst það ekki. Twitter er fyrir þá, sem vilja fylgjast með atburðum frá mínútu til mínútu gegnum vitni á vettvangi. Skiptir máli í óeirðum og borgaralegri óhlýðni. Hvorugt keppir við fésbókina, sem axlar hlutverk pólitískrar umræðu. Pólitísk umræða er á fésbók pírata og restin hjá fáum bloggurum. Fésbók virkar vel í samspili við blogg. Ég á bloggið sjálfur. Í því samspili er og verður bloggið áfram mitt heimili. Mig skiptir engu, hvort Sykurbergur hafi tekjur af gallaðri fésbók eða skrúfi fyrir mig. Hún er flott, en bara sem útibú.