Furðulegasta spilling stjórnmálanna þessa dagana er greiðsla Alþingis til tveggja ómerkra bloggara. Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson hafa krækt sér í 50.000 króna styrk út á hvert blogg. Þar að auki virðast þeir hafa ótakmarkaðan aðgang að ferðasjóðum Alþingis. Fá utanferðir sínar greiddar upp í topp. Björn hefur meðal annars fengið greidda tugi þúsunda króna fyrir yfirvigt á farangri. Yfirvigt! Ég fæ ekki séð, að þjóðin hafi minnsta gagn af skrifum þeirra. Alls er rugl þeirra félaga komið upp í 4,5 milljónir króna á kostnað skattgreiðenda. Eru ráðamenn Alþingis drukknir eða hvað?
