Bloggarar stela myndum

Punktar

Margir íslenzkir bloggarar krydda síður sínar með ljósmyndum, sem þeir hafa ekki tekið og eiga ekki. Þeir stela þeim bara, hvar sem þeir finna þær. Allar varða þessar myndbirtingar við Bernarsáttmálann um höfundarétt. Til að birta myndir þarf leyfi höfundar eða erfingja hans, svo og greiðslu. Svo virðist sem bloggurum sé ekki kunnugt um höfundarétt. Eða þeim finnist sér heimilt að gera það sem hinir gera. Samtök ljósmyndara þurfa að gæta hagsmuna sinna á þessum vettvangi. Einfaldast er að beina kröfum þeirra að hýsingaraðilum bloggsins og ná þannig til fjölda bloggara í einu höggi.