Blogg er vont

Punktar

New York Times segir í leiðara í gær, að menn verði að gæta sín, þegar þeir setji persónuleg atriði á netið, hlægilegar myndir af sér og vafasaman texta. Ráðningarstjórar fyrirtækja noti leitarvélar til að finna efni frá starfsumsækjendum. Sumt ungt fólk heldur að velgengni í lífinu byggist á að setja óprenthæf atriði á netið. Sannleikurinn sé sá, að þetta efni geti orðið því fjötur um fót, komið í veg fyrir, að það fái góða vinnu. Menn hafa hingað til óttast mest öfugugga á netinu, en nú fer að stafa meiri hætta af ráðningarstjórum.