Blóðuga byltingin

Punktar

Kenningar Karl Marx um sósíalisma hafa yfirleitt ekki gengið upp, svo sem ótal dæmi sanna, nema menn vilji telja Kína vera flaggskip marxismans. Rússland er það ekki og ekki heldur Kúba eða Venezúela. Hins vegar hafa fullkomlega staðizt kenningar Marx um þróun og dauða kapítalismans. Merkisberi hans eru Bandaríkin og Bretland siglir í kjölfarið. Meginland Evrópu er hins vegar sósíaldemókratískt. Kapítalisminn þróast yfir í fáokun risafyrirtækja, sem skáka ríkisheildum. Því fylgir gelding stéttarfélaga og stórfelld mismunun þjóðfélagshópa. Ísland hefur verið á þessari braut í fjóra áratugi. Kapítalisminn deyr í blóðugri byltingu.