Björn Bjarnason telur eðlilegt að auglýsa stöðu lögreglustjórans suður með sjó. Hún sé að renna út. Hann taldi samt ekki eðlilegt að auglýsa stöðu ríkislögreglustjóra, þegar hún rann út í sumar. Hann telur yfirleitt ekki eðlilegt að auglýsa neina stöðu, þegar hún rennur út. Nema þessa einu suður með sjó. Jafnframt segist Björn ekki hafa neitt á móti lögreglustjóranum. Þótt allir viti, að hann hatar stjórann. Og þegar Björn hatar, þá hatar hann fólk eins og sjálfa pestina miklu. Björn hefur í auknum mæli lokast inni í prívatmálum án tillits til ríkisstjórnarinnar. Geir á að reka hann.
