Blessuð bílastæðin

Veitingar

Matarhúsið Marshall er á jarðhæð í háa gluggahúsinu úti á Granda, þar sem einu sinni var fiskverkun Bæjarútgerðarinnar. Hátt til lofts og vítt til veggja, útsýni á trukka og fiskikassa. Matreiðslan fremur slöpp, fiskitvenna dagsins hvorki ný né nógu lítið steikt. Fiskur dagsins á að vera fiskur dagsins. Þjónusta ekki útlærð, en hins vegar vingjarnleg. Hádegisseðillinn er með skemmsta móti og lítið spennandi. Efast um, að ég verði tíður gestur næstu vikur. Eru þó bílastæði næg, sem er að verða eitt af brýnustu atriðunum við val á veitingahúsi í borg kalins og saltstorkins reiðhjólafólks.