Blár deildarstjóri

Punktar

Deildarstjóri í Seðlabankanum laug sig bláan í framan við fjölmiðla um, að bankinn hefði ekki gefið út gallaðar ávísanir, sem ekki voru teknar gildar í bönkum. Þegar sannanir höfðu hrannast upp, játaði hann mistökin, en baðst ekki afsökunar á lygini. Hann hugsaði bara: “Gengur betur næst”. Þetta er gott dæmi um séríslenzka spillingu, sem mælist ekki hjá Transparency. Seðlabankinn hefur í vinnu lygara, sem tekur enga ábyrgð á orðum sínum og telur lygina bara vera atvinnutæki. Hann er að því leyti svipaður meirihluta þjóðarinnar og er sennilega ekki til vandræða heima hjá sér.