Formaður og þinglið Samfylkingarinnar eru sek um Blair-isma. Þau tóku trú á sömu nýfrjálshyggju og Tony Blair. Gengu í sæng með Davíð Oddssyni og Geir Haarde til að uppfylla spádóma Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Stefnan sprakk framan í Samfylkinguna, sem þarf nýja stjórn og nýtt þinglið. Jóhanna Sigurðardóttir nýtur ein trausts þar á bæ. Hún er heilög og teflon-húðuð. Hinum öllum þarf að skipta út. Ef það gerist ekki, munu kjósendur væntanlega átta sig á brennuvörgum flokksins og fella þá. Kannski flokkinn líka.
