Blair er að bila

Punktar

Tony Blair er farinn að víkja frá eindregnum stuðningi við stríðsstefnu George W. Bush. Blair sagði á blaðamannafundi á sunnudaginn með Pervez Musharraf, harðstjóra í Pakistan, að heildarfriður í miðausturlöndum væri forsenda velgengni í baráttu gegn hryðjuverkum. Hingað til hafa Blair og Bush sagt, að stríð væri forsenda velgengninnar. Á föstudaginn viðurkenndi Blair í viðtali við David Frost á stöðinni Al Jazeera, að stríðið gegn Írak væri “disaster”. Spunakerlingar hans hafa síðan reynt að draga úr áhrifum orða hans með því að segja hann hafa verið annars hugar í viðtalinu.