Bláhvammur

Frá Vogaflóa í Mývatnssveit hringleið að Bláfelli til Garðs í Mývatnssveit.

Hverfjall eða Hverfell er eitt þekktasta fjall landsins, nánast hringlaga gígur um tvo kílómetra að þvermáli, orðinn til í sprengigosi. Í Selhjallagili er voldugt og undið stuðlaberg. Bláhvammur er gróið land í hrauninu með skógi í undirhlíðum Bláfells.

Förum frá Vogaflóa austur jeppaslóð til Hverfjalls og síðan suðsuðaustur frá fjallinu meðfram Lúdentsborgum austanverðum að krossgötum. Þar er slóð austur fyrir Hvannfell á Almannaveg. Við förum suður að Bláfelli um Þrengslaborgir. Þar er þverslóð suðaustur í Heilagsdal. Við förum með vesturhlið Selhjalla í Bláhvamm norðan við Bláfell. Þaðan förum við til vesturs fyrir norðan Bláfell. Slóðin tekur krók til suðurs fyrir vestan Bláfell, en þversnýr síðan til norðvesturs að Sandaskarði við Kráká. Þaðan liggur leiðin norður um Sveiga, Hellur og Grænavatn að þjóðvegi 1 við Garð.

33,0 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Krákárbotnar.
Nálægar leiðir: Hverfjall, Almannavegur, Heilagsdalur, Kráká.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins