Bláfell

Frá fjallaskálanum í Fljótsdrögum um Bláfell að Skagfirðingavegi við Grettisvatn á Stórasandi.

Aðrir heiðavegir á svæðinu eru: Norðlingafljót, Arnarvatnsheiði, Tvídægra, Núpdælagötur 1 og 2, Aðalbólsheiði, Víðidalstunguheiði, Haukagilsheiði, Suðurmannasandfell, Grímstunguheiði, Öldumóða, Stórisandur, Skagfirðingavegur, Sandkúlufell, Fljótsdrög. Sjáið texta með þeim slóðum.

Förum frá Fljótsdrögum til norðausturs í stefnu á Bláfell. Þar förum við til austurs fyrir sunnan fjallið og síðan aftur norðaustur að Grettishæðarvatni. Þar erum við komin á gamla Skagfirðingaveginn milli Arnarvatnsheiðar og Skagafjarðar.

18,0 km
Húnavatnssýslur

Skálar:
Fljótsdrög: N64 54.884 W20 08.437.

Nálægir ferlar: Fljótsdrög, Sandkúlufell.
Nálægar leiðir: Stórisandur, Skagfirðingavegur, Grímstunguheiði, Krákur, Öldumóða.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort