Björn og Geir

Punktar

Björn Bjarnason vék að þessu sinni úr sæti veljanda og Geir Haarde hefur skipað Hjördísi Hákonardóttur í Hæstarétt. Vonandi er þar með bundinn endir á einkennilegt tímabil, þar sem ýmist persónulegt eða pólitískt ofstæki réð vali dómara. Það tímabil náði hámarki með skipun frænda Davíðs, sem nánast allir töldu óhæfan. Björn á raunar flokksins vegna að víkja úr valdastóli, hann er hálfgerður Rumsfeld, of einstrengingslegur og fanatískur til að vera í pólitík. Geir veit hins vegar, að hann þarf að geta selt flokkinn í kosningum eftir rúmt ár.