Bjarni þarf meiri tíma

Punktar

Fjármálaráðherra hefur límt sig við stólinn. Er að vinna tíma til að koma meiru af eignum ríkisins til ættingja og auðgreifa. Frægast er, þegar Landsbankinn var nánast látinn gefa Borgun. Nýjasta dæmið er ívilnunarsamningur við Matorku. Öll verk Bjarna Benediktssonar snúast um að færa fé frá þjóðinni til auðgreifa. Til þess þarf hann meiri tíma. Fylgi ríkisstjórnarinnar er að vísu komið niður í þriðjung kjósenda. Samt streitist Bjarni við. Lýgur því, að kosið verði í haust, en setur óaðgengileg skilyrði. Hann mun þrjóskast við fram á næsta vor. Gefur honum færi á að misnota fjármálaráðuneytið enn frekar en orðið er.