Bjarni stendur upp úr

Punktar

Eini ráðherrann, sem hefur vaxið á fyrsta hálfa ári ríkisstjórnarinnar, er Bjarni Benediktsson fjármála. Hefur eftir megni tekizt að setja bremsur á firringu forsætis. Hefur komið skuldbreytingum niður í stærð, er síður setur ríkissjóð á hliðina. Hefur tekizt að gera jafnvægi í rekstri ríkisins að auðskiljanlegu og nauðsynlegu markmiði. Hefur líka gert ýmislegt til að koma til móts við stéttarfélög og stjórnarandstöðu. Féll frá sumu af niðurskurði velferðar og færði skattafríðindi frá millitekjufólki til lágtekjufólks. Því miður er lítið um auðugan garð að gresja í öðru ráðherraliði stjórnarinnar.